Nornir og seiðkarlar?

Ég er búin að taka ákvörðun um hvað styrkurinn minn fer í. Þverflauta skal það vera!!
Ég laða að mér alls konar vitleysinga!!
Í dag tók ég lest til Álaborgar, ekki merkilegt svo sem, nema hvað!! Einhver klikkaður karl lamdi stelpuna sem sat við hliðiná mér. Auðvitað varð seinkun á lestinni því það varð að kalla til lögregluna svo hún gæti kært. Karlinn var svo skilinn eftir á miðri leið :) sei, sei.
Þegar ég kom til Álaborgar vorum við Soffía og Pelle í sakleysi okkar á bekk fyrir utan Fötex og þá réðst á okkur róni. Ikke særlig sjovt. Hann afrekaði að brjóta gleraugun hans Pelle og enn á ný mátti lögreglan mæta á mínar slóðir.
Ég held að einhver seiðkarl hafi lagt álög á mig!! ... Fólk ræðst á þá sem eru með mér í för.... eða ég bara búin að lesa of mikið af Harry Potter. Mig dreymir alls konar nornir, álög og galdra á nóttunni. Ég er búin að missa mig svo mikið yfir þessum bókum og skil ekkert í að ég hafi ekkert fattað þær fyrr!! ... REYNDAR, enginn tími til þess fyrr en nú.
Selfosshópurinn kemur til landsins á morgun og á sunnudag byrjar tónleikaherferðin!! Úff .. bara það að skrifa þessa setningu gerði mig stressaða. Ég mun samt auðvitað gera mitt allra besta! :)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home