Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

fimmtudagur, júlí 01, 2004

Pressa frá Ágústi ;)

Ég ákvað að láta undan pressu frá Ágústi og uppljóstra einhverju um Blönduósbúskapinn!!

Á Blönduósi þykir ekkert undarlegt að:
A) maður þurfa að byrja á að smala hrútum og rollum af 1. og 9. holu þegar maður ætlar í golf.
B) ákveða að eyða laugardagskvöldi í að prjóna með ömmu sinni.
C) vera kallaður hálfviti í vinnunni. Við stelpurnar í ESSO ,,ráðum" nefnilega bensínverðinu!! ... allavega virðast sumir borgarbúar fullvissir um það.

Annars er bara allt í lukkunnar velstandi. Ég var ekkert að grínast með prjónaskapinn sko!! Gengur reyndar hægt því ég er alltaf að prjóna einhverjar undarlegar lykkjur og fjölga þeim reglulega. Þá þarf maður að taka 10 km rúnt til ömmu sem aldrei gefst uppá að telja mér trú um að þetta komi allt saman á endanum.

Þessa stundina er ég stödd í menningarborginni. Jájá, ég þurfti að fara alla leið til Reykjavíkur til að meika að blogga. Í dag keypti ég mér eins og eina þverflautu í dag!! EKKERT SMÁ SÁTT og ánægð með nýja gripinn. Ætla ekkert að uppljóstra hér hvað hún kostaði, hóst hóst, en hún er öll úr ekta silfri blessunin. Ég á nefnilega von á svo frábærum kjarasamningum eftir verkfallið í haust ....
EN flautan verður allavega vígð í brúðkaupi í Kópavogskirkju á laugadaginn!!

Nýi skálinn á Dósinni er alveg að standa fyrir sínu. Við erum nú að tala um að sú stóra bylting hefur átt sér stað að þar fæst bæði bragðarefur og beikonpylsa!!... Já, já. Allt að gerast á landsbyggðinni. Maður þarf bara ekkert að fara til Reykjavíkur oftar.

AÐ LOKUM!! Mér finnst að einhver eigi að vera svo sniðugur að gefa mér kettling. Mig langar svo í einn lítinn hnoðra (þótt mig langi auðvitað miklu meira í hund). Vandamálið er hins vegar að mér gengur ekkert allt of vel að telja mömmu á þetta dæmi... Hvað getur hún samt sagt ef einhver gefur mér litla sæta kisu?? Ekki getur hún haft á samviskunni að úthýsa litla sæta greyið!! ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home