Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

fimmtudagur, júlí 08, 2004

Still blogging ;)

Þá sjaldan að maður eyðir dýrmætum sumartíma í tölvu bloggar maður!! :)

Það er komið á hreint hvað ég kem til með að kenna næsta vetur. Tónmenntakennsla á yngra og miðstigi, dönskukennsla í 7-10. bekk og umsjón með 9. bekk. Þótt þetta verði ansi krefjandi hlakka ég bara til.

Menningarferðin til Reykjavíkur var snilld.... Fyrir utan djammið :/
Skellti mér í bæinn(gleraugnalaus) og það fór reyndar ekki alveg eins og plön gerðu ráð fyrir. ÉG fór niður í bæ með Erlu Gísla og þar hittum við Laufeyju og fleiri Króksara. Eitthvað fannst mér ég vera langt á eftir í drykkjunni, enda alveg edrú og hinir vel í glasi og all hressir. Mín lausn á vandanum var að bregða mér í tequila drykkju. Byrjaði á tveimur skotum, fékk mér þá tvö í viðbót og ekkert gerðist, ennþá edrú!!! Þá var ekki hægt annað en að skella í sig 3-4 í viðbót og ég ennþá edrú. Skildi bara ekkert í þessu.... FYRR EN...... allt í einu sveif svona hryllilega á mig að ég vissi ekki muninn á því hvað væri upp og hvað niður!! I wonder why... Samkvæmt lýsingum Erlu hófst gönguferð hjá mér þar sem ég labbaði á alla mögulega ljósastaura og allt sem í vegi varð. Ég kenni gleraugunum um ... Hún kennir drykkjunni um ... Henni fannst það ráð allavega vænlegast að drösla mér heim!! Ég hlýddi!!

Stolið frá Laufeyju:
Annað fréttnæmt sem gerðist um helgina var að við H-vaða skvísur héldum fund á Brennzlunni á laugardaginn. Þar voru ýmisleg mikilvæg málefni rædd, borðaður góður matur og margt fleira. Takk fyrir góðan fund skvísur !! Helstu málefnin sem liggja fyrir hjá okkur eru:
1. Bóka íþróttahús fyrir blakið í vetur
2. Redda hljóðfærum
3. Redda leikreglum í blaki
4. Læra á hljóðfærin
Þegar þessi 4 atriði eru komin þá erum við í þvílíkt góðum málum fyrir veturinn og ekkert sem bíður okkar en að vera heimsfrægir rokkarar og blakspilarar.



Já og svo vígði maður nýja gripinn. Spilaði í brúðkaupi... Komst að þeirri niðurstöðu að mér er ekkert allt of vel við of klassískt menntaða organista. Menn verða nú að geta litið aðeins upp frá nótunum ... sjæsehóle. Söng líka eitt Sálarlag og það var spennuatriði í hæsta gæðaflokki. Búin að æfa það einu sinni, rétt fyrir athöfn, því organistinn hafði aldrei heyrt þetta lag áður og byrjaði að hlusta á það tveimur tímum fyrir athöfn. En þetta gekk nú samt allt saman betur en ég nokkurn tímann þorði að gera mér vonir um.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home