Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

laugardagur, ágúst 07, 2004

Bærinn sem mikið sefur

Sú litla trú, sem ég hélt dauðahaldi í, um að vetur á Blönduósi væri af hinu góða hefur yfirgefið mig!! ..... Hvernig á ég að lifa næstu níu mánuði af í bænum sem alltaf sefur.....?? Ég er búin að halda fyrir sjálfa mig sannfæringarræðuna um að manni leiðist ekki ef maður ætlar sér það ekki ... virkar ekki!! Jú, jú ... ég skal búa á Blönduósi ef ég dag einn eignast mann og krakkagrisling(a) ... EN 22. ára snót saknar vina sinna úr borginni ... MIKIÐ!!

Mesta fjörið sem fyrirfinnst á Blönduósi þessa dagana er í Esso. Eldur og geðvonska íslenskra ferðalanga standa þar uppúr. Landinn er að missa sig!! .. Take a chill pill og slakið á í sumarfríinu .. jesús hvað fólk er að missa sig. Hef reyndar tekið eftir einu ... Þeir sem hafa æst sig sem allra mest og af minnsta tilefni hafa alltaf verið karlmenn. Í öllum tilfellum hafa líka eiginkonur þeirra tekið strauið út úr sjoppunni um leið og þeir byrjuðu að öskra .. OMG hugsa þær, ekki gera mig að fífli AFTUR!! ... og fyrst ég er farin að tjá mig um þetta get ég ekki annað en bent á snilldar pistil frá Makkaranum um "bráðskemmtilega" kúnna.

Hér með lofa ég sjálfri mér, geðheilsu minni og öllum öðrum að ég vinn ekki í sjoppunni næsta sumar.... Þetta blogg verður því til staðfestingar og allir þeir sem kommenta hér undir munu fá bjórkippu frá mér ef ég stend ekki við orð mín!!!

Byrja reyndar bráðum að kenna .... en verkfall er yfirvofandi!!! Það verður nú ljóti skandallinn .....

Nú er svo komið fyrir mér að ég er farin að velta vöngum yfir því hvað eigi eftir að láta tímann líða hraðar í vetur....
a) Allan septembermánuð verð ég með gestakennara frá Danmörku í heimsókn í dönskukennslunni hjá mér ... gott mál!!
b) Í september eru réttir um hverja einustu helgi ... snilld!!
c) Bráðum koma blessuð jólin .... ég er farin að hlakka til ..
d) Hugmyndir eru uppi um að setja upp tónlistarsýningu í anda Brilljantíns og bítlahárs og Eurovision sýningarinnar .... cool!!

Always look at the bright sides of live ...

Ég er að missa mig í ferðadraumum.... Hluti af gróða kennslukonunnar á Blönduósi eftir veturinn verður pottþétt undirlagður í ferðadrauma. Á alveg eftir að þvælast í interrail og svo væri gaman að taka eins og eina reisu um Asíu ... Hver vill koma með??? .... án djóks sko ....

Tvær næstu helgar verða tileinkaðar borgarlífinu ...!! Hávaðastelpur, væri ekki ráð að bjarga mér frá glötun .. Höldum gleði .. Vígjum langa laugardaga!! .... eða æfum fyrsta lagið!! Bíð spennt eftir viðbrögðum ykkar :) Eftir helgi fer ég svo á kórstjóranámskeið í Skálholti (virðulegt humm) ... held heim á leið og byrja að skipuleggja kennslu vetrarins (enn virðulegra .. jakk) og aftur til borgarinnar að upplifa menningarnótt í fyrsta sinn. Jebbs .. maður er víst ekki maður með mönnum nema að prófa það og þjóðhátíð ... Tek Eyjar um næstu verslunarmannahelgi ... á það alveg eftir.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home