Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

þriðjudagur, ágúst 24, 2004

Hvenær skal þegja? Hvenær ekki!!

Um daginn sat ég í nokkuð stórum hópi og umræðuefnið söngur!!
Umræðuefnið var Söngskóli Reykjavíkur.
Þeir sem þarna sátu höfðu sína skoðun um skólann á hreinu. Hrein villimannastofnun þar sem fólk lítur stórt á sig og mikið gert upp á milli fólks...
Ég sat hljóð og sagði sem minnst. Var algjörlega ósammála mörgum af þeim rökum sem sett voru fram en vildi samt ekki uppljóstra því að ég hefði verið nemandi skólans... Langaði að heyra hvað fólkið hefði að segja, án þess að það væri að passa sig á að móðga mig ekki.

Merkilegt hvað fólk getur sett sig á háan hest og dæmt hluti sem það þekkir ekki... Úr þessum hópi hafði enginn lært í skólanum ... en Jón sagði .. og Gunna sagði ...

Í dag var fyrsti fulli kennsludagurinn hjá mér. Það vottaði fyrir smá stressi í sambland við spennuna. Skipti úr gírnum eftir kennslu í 2. bekk og stökk upp stigann að kenna 9. bekk.

Nýjar stellingar eftir hverjar 40 mínútur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home