Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Mission completet!!

Mission completet :) ....

Nú er hinu formlega bloggsumarfríi mínu lokið og verður hér með hafist handa við að blogga af öllum lífs og sálarkröftum. Ég er reyndar ekki farin að sjá fyrir mér að geta sagt einhverjar krassandi sögur frá bæjarlífinu á Blönduósi en eitthvað hlýtur stelpan að geta bullað, í það minnsta logið ef mikið hallæri verður á bloggefni.

Síðustu dagar hafa verið ansi mikið mjög ánægjulegir!!
Sumt bloggvænt - annað ekki!! ;)

Skellti mér suður á föstudagskvöldið og átti frábæra helgi í borginni. Laugadeginum eyddi ég í Nevada Bob og sundi með litla bróður og kvöldinu með Hávaða stelpunum mínum. Þær klikka ekki frekar en venjulega!! Elduðum þennan líka dýrðarinnar mat og fórum enn einu sinni yfir ókomna frægðardaga okkar í blakinu og hljómsveitinni. Síðan hélt ég ásamt hinni ólofuðu vinkonunni í Hávaða á djammið ...

Kóranámskeið í Skálholti var á dagskránni frá mánudegi til dagsins í dag. Algjör snilld!! .... en ég ætla nú að hlífa öllum við að skrifa um það því hver botnar í hvernig ég get haft áhuga á öllu þessu tónlistarbrasi!??

Well .. Ég er byrjuð að vinna af fullum krafti í skólanum. OH MEN ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home