Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

fimmtudagur, ágúst 12, 2004

... og hún skipti um skoðun!!

Blönduós er inn í mínum huga þessa dagana... Það sem ég get væflast með skoðanir mínar á þessum blessaða bæ. Þetta er ekki normal!!

Ég er byrjuð að undirbúa kennsluna af fullum krafti. Vá, ég ætla að breyta mér í súpermann!! .. Það er í endalaust mörg horn að líta. Niðurstaða dagsins: Mér mun ekki leiðast í vetur. Það verður miklu meira en nóg að gera hjá mér í kennarastarfinu ... Fyndið samt hvað hinir og þessir útí bæ eru alveg búnir að ákveða hlutina fyrir mig. Fólk er að missa sig í að segja mér hvernig ég eigi nú að stjórna þessum bekk og hvernig ég eigi að hafa hemil í þessu fagi o.s.frv. Ég ætla nú samt bara að vera kóngur í mínu ríki og treysta mínu eigin innsæi á því hvernig hlutunum skal háttað á mínum bæ.

Vinnan mín og hinar deildir fyrirtækisins gerðu sér glaðan dag í gær. Ég, Kristín I. og Daníel framkvæmdastjóri skipulögðum ferð fyrir heila klabbið. Dagskráin var hin mesta snilld. Við byrjuðum á að skipta öllum í fjögurra manna lið sem störfuðu síðan saman um kvöldið. Liðin kepptu í sandkastalakeppni í Selvík, all skemmtilegu boðhlaupi og að sjálfsögðu í golfi :) Svei mér þá ef ég get ekki lokkað nokkra í klúbbinn því liðið skemmti sér snilldarlega í golfi. Völlurinn var mjög vel nýttur, skurðir og gloppur engin undantekning þar á ... Minn hópur fór tvær holur á 32 höggum .. Ef ég sleppi því að láta fylgja með að við fórum aðeins tvær holur lítur það betur út að segja að við fórum á þremur undir pari vallarins. Hljómar óneitanlega betur!! .... Síðan var auðvitað grillað að hætti Valgeirs og Egils.

Well ... Höfuðborgin á morgun og kórstjóranámskeið í næstu viku.... Allt að gerast.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home