Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

miðvikudagur, september 15, 2004

Geturðu gert mér greiða?

Hef verið að velta einu fyrir mér .....

Ansi oft biður maður fólk um að gera sér lítinn greiða. Fyrir mér sjálfri hefur mér fundist eins og ég sé að biðja fólk um lítinn hlut sem á ekki að taka mikinn tíma eða skipta miklu máli fyrir umbeðna manneskju.

Málin flækjast hins vegar þegar þessir litlu greiðar verða margir litlir greiðar fyrir margar manneskjur .... *eða hvað*

Reykjavíkurferðir mínar undanfarið hafa verið nokkrar og í þeim hef ég fengið mörg símtöl þar sem fólk biður mig um litla saklausa greiða. Í rauninni finnst manni ekkert sjálfsagðara en málið er bara orðið þannig að þessir litlu greiðar eru farnir að taka minnst 2-3 klst á dag í hverri ferð!! .. og það getur verið erfitt þegar tíminn um helgar er dýrmætur. Ég er búin að fara svo óteljandi margar ökuferðir til að kaupa eitthvað, sækja eitthvað eða einhvern, leita af einhverjum stað eða finna út úr einhverju...

Það er t.d. ekkert sjálfsagðara en að taka með sér farþega en það getur orðið flókið mál og tímafrekt að fara með alla farþegana á áfangastað þegar einn er kannski í Kópavogi, annar í Grafarvogi og sá þriðji í Vesturbænum ... og svo þarf að sækja þá aftur þegar heim skal haldið.

Að skutlast eftir einum hlut til að kaupa hann hljómar líka ósköp saklaust .. en þegar maður veit ekki hvar búðin er eða er staddur í Garðabæ og búðin í miðbænum getur tíminn liðið ótrúlega hratt.

Að taka með sér hluti til fólks er líka minnsta málið ... en þegar maður þarf svo að fara að hafa upp á viðkomandi aðila sem á að taka við hlutnum flækist málið. Hvað þá þegar ég villtasta manneskjan á jörðinni þarf ofan á það að finna hvar manneskjan býr.

Bara smá pæling ...!!!
Alls ekki meint þannig að ég sé hætt að gera fólki greiða því ég bið fólk oftar en ekki um að gera mér greiða :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home