Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

fimmtudagur, september 16, 2004

sKóLaLífiÐ ......

Að byrja að vinna í grunnskóla getur þýtt ...
... að maður sogar að sér allar mögulegar og ómögulegar pestir!!!

Næsta vika hefur að öllum líkindum verkfall með sér í för :(

... OG ég skil ekki eitt!!
Hvernig er hægt að vera alltaf talandi um grunnlaun kennara þegar ég kemst ekki einu sinni á þann launataxta ... Ég var jú kennari síðast þegar ég vissi ... Believe me. Margir kennaranemar myndu snarlega hætta skólagöngu og ráða sig á kassa í BÓNUS eða í eitthvað sem ekki krefst menntunar, ef þeir sæju taxtann minn .. Ef ég væri ekki umsjónarkennari myndi ég ekki einu sinni leggja í að opna launaumslagið. En ég kallaði þetta reyndar sjálf yfir mig með því að ákveða að fara svona ung í Kennó.

... og að lokum!!!
Af hverju taka fjölmiðlar alltaf alla kennara með í reikninginn þegar þeir fjalla um yfirvofandi verkfall. Tónlistar-, framhaldsskóla-, háskóla-, leikskóla- og grunnskólakennarar eru fimm mismunandi hópar með fimm mismunandi samninga!!
Grunnskólakennarar fóru í síðasta verkfall fyrir 9 árum og þar áður fyrir 21 ári ef ég man þetta nákvæmlega!! (að undanskildum einum degi) ....

Þótt ég geri mér fulla grein fyrir að sveitarfélögin geti engan vegin ráðið við þær kröfur sem kennarar setja þá held ég að það sé allra hagur að lengja kennaranámið, auka kröfurnar og borga síðan kennurum almennilega!! Ég skal glöð fara aftur í Kennó og bæta við mig einu ári!!! Þetta myndi vonandi leiða af sér að fleiri myndu sækjast eftir kennarastörfum sem vonandi skilaði betri kennurum út í samfélagið .. því það er bara einfaldlega þannig að auðvitað er til fullt af lélegum kennurum alveg eins og í öðrum stéttum þjóðfélagsins.

Það er svo sorglegt að horfa á eftir fullt af fólki sem vill ekki kenna því það hefur einfaldlega ekki efni á því ..

Annars ætlaði ég aldrei að tjá mig um þetta blessaða verkfall en .....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home