Tívolí ....!!

Átti nokkuð normal helgi fyrir utan eitt. Hjartað mitt litla barðist fyrir lífi sínu.
Ég tók rúnt með Garðari á rallýbíl því hann þurfti að gá hvort bíllinn virkaði ekki alveg örugglega eins og hann á að virka. Ég í mínu fjögurra punkta belti og veltibúri var svo hrædd að ég gat ekki komið upp einu einasta orði alla ökuferðina. Að keyra á miklum hraða á malarvegi tekur á taugarnar mínar!! PUNKTUR *Engar hraðatölur nefndar svo einhverjir aðrir en ég fái nú ekki fyrir hjartað* Þetta var svo óraunverulegt allt saman að mér fannst bara vanta uppá að ég rétti fram tívolímiðana áður en ég steig inní bílinn.
Mín skellti sér í badminton áðan ... Skrítið að hafa allt í einu tíma til að vera á lífi og hafa tíma til að gera allan fjandann. Held svei mér þá að ég hafi gott af þessu landsbyggðarlífi!!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home