Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

miðvikudagur, september 29, 2004

Verkfall ....


Mér drepleiðist þetta verkfall ...!!!

- Að vakna dag eftir dag og hugsa um hvað maður á að dunda sér þann daginn er ekki skemmtilegt til lengdar ...
- Að vakna dag eftir dag og vita ekki hvenær maður fer aftur á launaskrá er ekki upplífgandi.
- Að vakna dag eftir dag og hlusta á fáfrótt fólk úthúða manni sem kennara er óþolandi.
- Að vakna dag eftir dag og lesa fréttir um stöðu viðræðna í kjarasamningum er niðurdrepandi.

En ég hef nú samt fundið mér ýmislegt til dundurs.

- Í blóðbankann mætti ég galvösk!! .. Ef ekki núna, hvenær þá?? Vonandi á blóð úr mér eftir að renna í og gagnast einhverjum vel :)
- ÉG er prjóna eins og háöldruð kona ... Svei mér þá ef ég er ekki bara efnileg.
- Söngtímar ...
- Kammerkórsæfingar .. Danmerkurferð framundan og fullt af gleði.
- Búin að stofna eitt stykki saumaklúbb ... Fyrsti saumaklúbburinn er á morgun þannig að ekki vantar kraftinn í okkur.
- Á morgun mæti ég í Karphúsið að sýna samstöðu meðal kennara.
- Á Selfoss skellti mér ... myndakvöld með kórnum sem ég var undirleikari með og í Skálholt fór ég líka. Tónleikar með dönskum unglingakór :) En ekki hvað ....

Vonandi fer þetta nú að leysast. HELST Í GÆR!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home