Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

þriðjudagur, október 26, 2004

Ég er hérna ennþá .....

Jújú .. maður er hér enn þótt tvær vikur líði á milli þess að ég verð málgefin á opinberum vettvangi :)

Annars lítið á prjónunum.... (reyndar endalaust garn) ef þannig er litið á málið.

Síðasta föstudagskvöld hélt Kammerkór Reykjavíkar (við KR-ingarnir) skemmtikvöld. Þar var mikið sungið og skrallað og fóru sumir á kostum. Ef ég gifti mig einhvern tímann verður hann Smári vinur minn pottþétt ráðinn veislustjóri, brúðguminn fær ekkert um það að segja. Það er bara ekki normalt hvað drengurinn getur verið fyndinn!! Ágúst og Svanur létu sjá sig og það var ekkert smá gaman að hitta þá félaga aftur. Minnti mig á gamla góða tíma í Kennó þótt ég geti ekki sagt að ég sakni skólalífsins. Einhver námsleiði var farinn að gera vart við sig hjá kellunni.

Annars er allt í lukkunnar velstandi hjá manni. Það eina sem ergir mig þessa dagana er kennaraverkfallið en bráðum verða hvort sem er allir hættir að taka eftir því og öllum sama þótt börn nútímans læri ekki neitt. Það fer einhver að finna upp minniskubb sem verður smellt í heilann á okkur mannfólkinu og svo bara forritum við hann reglulega. Þá verða grunnskólar óþarfir og sveitarfélögin spara heil ósköp. Svo þarf bara að finna upp off takka á litlu börnin því þá geta foreldrar slökkt á börnunum þegar þeir fara í vinnunna. Þá spara sveitarfélögin bæði leikskólastússið og foreldrar spara leikskólagjöldin. Svei mér þá, ég ætti að vera hærra sett í þjóðfélaginu. Er með hagkvæmar lausnir á öllu :)

Well, kóræfing kallar!! Það væri forkastanlegt að mæta of seint þegar maður hefur engum skyldum að gegna í lífinu þessa dagana.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home