Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

miðvikudagur, október 13, 2004

I´m still here ..

Ég er alveg búin að sjá það að því minna sem ég hef að gera, því latari er ég!!
Þess vegna er ég t.d. ekki búin að:
- blogga mikið í verkfallinu
- fara með bílinn minn í skoðun né búin að láta skipta um olíu eða hvað það nú heitir.
- skrifa jólakortin
- taka til í herberginu mínu

Já, já en það er nú ekki öll von úti því ekki sé ég fram á lausn verkfalls í bráð.

Hins vegar ég svo sem búin að afreka ýmislegt.

Á mánudaginn gerði ég góða ferð í blóðbankann ásamt Karen. Þar sem að sjaldan ríkir lognmolla í kringum mig var alveg eins von á einhverjum leikþætti hjá mér. Mér leið alveg ágætlega þessar 7 mín. sem tók að dæla úr mér blóðinu en þegar ég stóð upp og fór inní eldhús leið barasta yfir mig. Ég var svo heppin að vera við hliðiná lækni sem var snöggur að átta sig. Mér var þess vegna skipað að liggja á einhverjum bekk í óratíma og á meðan voru milljón manneskjur (að mér fannst) sem létu mig ekki í friði. Viltu eitthvað að drekka? Er þér kalt? Er þér heitt? Í hverju er blóðþrýstingurinn á þér staddur núna? Svimar þig? ... Á meðan sat Karen og hló og var ekki að sjá annað en hún hefði ekki gert annað en að gefa blóð um ævina.

Í dag gerði ég fræga ferð í sveitina.

Í mér rennur bændablóð, það er ekki spurning. ÉG geystist út um öll tún og smalaði, jafnt á hesti sem á lödu. Það er bara gaman að vera með afa í sínu hressasta á túninu því hann telur mér trú um að ladan sé jeppi og geysist áfram á henni öll holt og hæðir. Maður getur líka hlegið endalaust þegar hann fer að tala um að túnin séu frumskógar, það er samt svona have to be there fyndið. Þegar smalamennskunni var lokið tókum við frá og viktuðum allan lambaskarann sem átti eftir að vikta og svei mér þá, þetta fannst mér sko gaman. Sorglegt, en samt ekki!! Ég var hið mesta hörkutól og veigraði mér sko ekki við að eiga samskipti við hrúta bæjarins. Mikið var gott að fá útrás....

Þetta er Hugrún Sif sem talar frá Blönduósi og mun á næstunni vonandi tala oftar en undanfarið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home