Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

þriðjudagur, nóvember 30, 2004

... allt og ekkert ...


Þetta las ég á mbl.is

,,15 ára drengur lést eftir að hafa tekið þátt í slagsmálum í fjölbrautaskóla í Greater Manchester sýslu í Bretlandi í dag, að því er lögregla segir og BBC greinir frá. Lögregla segir að atvikið hafi átt sér stað við Broadoak fjölbrautaskólann í Partington í hádeginu í dag.

Farið var með drenginn á Trafford sjúkrahúsið, en þar lést hann um 35 mínútum síðar. Engin vopn munu hafa verið notuð í slagsmálunum.

14 ára drengur hefur verið handtekinn vegna málsins"


... Hvað er með þetta ...!!! Maður veit aldrei hverju maður á von á sem kennari ... já eða bara alls staðar í atvinnulífinu.

Annars tíðindalítið hér í bæ friðar og ljóss. Tónleikahelgar framundan hjá mér þannig að ég mun ekkert láta sjá mig í stórborginni!! ... En hvar ætla menn að eyða áramótunum? Einhvern vegin hefur engin sérstök hefð skapast hjá mér á þessum tímamótum þannig að mér finnst þau bara ekkert svo frábær, reyndar klikkar Geirmundarsveiflan á áramótaballinu á Blönduósi sjaldnast en eitthvað er að vefjast fyrir mér hvort ég eigi að vera í borginni eða á Dósinni? Hvar ætlar landinn að vera í ár???

OG

EF EINHVERN LANGAR AÐ LÆÐA RJÚPUM Á TRÖPPURNAR HJÁ MÉR ÞÁ MUN SÁ HINN SAMI BJARGA JÓLUNUM!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home