Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, nóvember 08, 2004

Blessaður tollurinn

Eitt skil ég ekki!!! ... Hvað er svona glæpamannslegt við mig???
Á síðustu tveimur árum hef ég farið ca sex sinnum úr landi, og vita þá glöggir að ég hef líka komið sex sinnum heim :)Alltaf hélt ég að ég liti mjög sakleysislega út en svo er nú greinilega aldeilis ekki. Í hvert og eitt einasta skipti, þá meina ég virkilega í hvert og eitt einasta skipti er Hugrún Sif tekin á beinin. Þetta fer sífellt versnandi, það get ég svarið!! Já það er sama hvaða taktík ég beyti við tollverðina. ÉG er búin að prófa að brosa þeirra, búin að bjóða þeim góðan daginn, búin að prófa að líta bara alls ekki á þá, búin að reyna að strunsa í gegn og líka búin að fara pollrólega framhjá þeim. EN NEI. Þeirra niðurstaða er ALLTAF ,,þessi er grunsamleg!!" Um síðustu helgi hélt ég að ég væri sloppin í fyrsta sinn sögunnar. Ég var komin þrem skrefum framhjá þeim og farin að hrósa happi yfir því að loksins væri hin eina sanna aðferð fundin. VITI MENN, á eftir mér er kallað ,,fröken viltu gjöra svo vel að koma til baka!!" Ég gat bara ekki annað en glott. ,,Má ég sjá ofan í pokana þína?" Gjörðu svo vel, og þá var ég farin að brosa. Þegar kappinn hafði séð Tequila flöskuna og Balisinn var hann greinilega orðinn handviss í sinni sök. ,,Skilríki takk!!" Þá gat ég ekki annað en hlegið. Hélt félaginn að ég væri 19. ára eða?? Og ekki var fjörið búið, Ó NEI :) ,,Nú ætla ég að fá að sjá ofan í töskurnar þínar.... allar. Gjörðu svo vel .. og skemmtu þér, lét ég fylgja í huganum. Þegar þessu var öllu lokið trítlaði ég út jafn saklaus og áður en bíð spennt eftir því hvernig næstu móttökur verða. HVAÐ ER MÁLIÐ!!!! Nú óska ég eftir hugmyndum um hvernig ég kemst óáreitt í gegn á flugvellinum

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home