Hversu vitlaus getur maður verið?

... og nýjasta hundakúnstin!! ... Ég fór eitthvað að skoða www.sms.ac e-mail sem mér voru alltaf að berast með einhverjum endalausum invation og tókst á einhvern óskiljanlegan hátt að koma mér í big time klandur... Þessi bansettans síða réðst á adressubókina mína og sendi öllum í henni eitthvað invitation frá mér OG þar sem að ég hef ekki tekið til í þessari adressubók árum saman fengu gamlir kennarar, fólk sem hefur verið með mér á námskeiðum og alls kyns lið sem ég tala aldrei við boð frá mér um að skrá sig inná eitthvað sms svæði hjá mér. Nú halda örugglega allir að ég sé klikkuð, eða bara stocker!! Bara fyndið ... eða ekki :)
Lærdómurinn sem má draga af þessu!!! EKKI FIKTA Á NETINU...
Það eina góða sem hlaust af þessu var að nú er ég búin að fækka um nokkur hundruð manns í bansvítans adressubókinni....
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home