Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

LASARUS ....

ÉG var lasarus í gær. Ælupest og eintóm gleði. Það er alveg merkilegt hvað maður breytist í lítið hjálparvana barn þegar maður er veikur :( ALLAVEGA ... skemmtið ykkur vel þegar ælupestin verður ykkar, hún fer um eins og eldur í sinu :)

WELL .. Best að drífa sig á bókasafn bæjarins þar sem það er nú bara opið á hátíðar og tyllidögum. Haldið þið að það séu breytingar fyrir mann!! Bókasafnið opið ca. 8 klst á viku, kaffihúsið lokað öll kvöld nema laugardagskvöld og Húnakaup aðeins opið 4 klst. á laugadögum og lokað á sunnudögum. Það er ekki tekið út með sældinni að búa á landsbyggðinni, þótt maður hafi vissulega gott af því búa við þetta :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home