Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Mange tak .....

Takk kærlega þeir sem mundu eftir afmælinu mínu og hringdu, sendu e-mail, sms eða pakka :) Nú er maður orðinn RISASTÓR, alveg 23. ára.

Annars var afmælisdagurinn minn með þeim leiðinlegri. Í fyrsta lagi vegna þess að ég var bara lasarus og líka vegna þess að síðustu afmælisdagar hafa bara verið svo yfirburða skemmtilegir. Í fyrra átti ég afmæli á laugardegi og djammaði heil ósköp, í hitti fyrra var það föstudagur og þá bjó ég í DK og Linda og Svanhildur birtust óvænt og fyrir þremur árum átti ég stórafmæli og hélt mikla gleði ... Þannig að hvernig gat þetta orðið gaman á mánudegi þegar maður var veikur í þokkabót... Jú, jú dagurinn átti svo sem sína góðu spretti.

En svona í framhaldi af þessu LASARUS væli í mér þá má ég til með að vara alla við sem kysstu mig í tilefni dagsins :) ÉG dröslaðist loksins til læknis í fyrradag og þá hló hann bara að mér og spurði hvurs lags hörkutól ég væri eiginlega. ÉG var semsagt búin að vera með sýkingu í minnst hálfan mánuð og miðað við hana átti ég að vera heima grenjandi með 40 stiga hita... Þetta skýrði semsagt magakrampana mína, höfuðverkinn og bólgurnar allar síðustu vikur!! ... OG DADDARA ... þetta er bráðsmitandi :) Góða skemmtun!!

En nóg af kvarti og kveini..... Dagurinn í dag er bara skemmtilegur!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home