Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, desember 20, 2004

Helgarreisan ....

Þá er enn ein helgin gengin í garð.
Hin notalegasta helgi sem innihélt m.a. jólaboð .. Ég kann að gera uppstúf eftir helgina :) Alltaf lærir maður eitthvað nýtt, og það kemur kannski einhvern tímann að því að maður verður myndar húsmóðir!!

Stærsti viðburður helgarinnar var samt að ég var að stjórna Kammerkór Reykjavíkur!! Það gekk bara vel .. eða svona :)... og ég fór að hugsa um það eftirá hvað maður er heppinn að fá að spreyta sig á þessum kór. Í þessum kór er bara sönglært og mjög vant fólk þannig að þau fylgja öllu handapati samviskusamlega. Þess vegna lærir maður svo mikið á því þegar maður gerir einhverja bölvaða vitleysu.
Kórinn söng líka sama daginn í Hjallakirkju í jólamessu!! Það er svo merkilegt með það að ég fæ alltaf einhverja voðalega góða tilfinningu þegar ég er í kirkju. Ég held svei mér þá að ég sé á rangri hillu og hefði átt að gerast prestur í staðin..!!


Nú er bara jólafrí og eintóm gleði framundan .... já og hún Linda mín er að koma heim í dag. Ég hlakka mikið til að sjá skvísuna eftir Danmerkurdvölina hennar. Það hafa allir gott af því að búa í Danmörku :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home