Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

fimmtudagur, desember 02, 2004

Tónlistarlíf ...

Ég veit ekki hvað ég er stundum að þusa um smábæjarlífið ...!!
Gerist þetta nokkuð skemmtilegra!! Í gærkvöldi var fyrsta æfing allra sem taka þátt í jólasyrpu á aðventutónleikum í kirkjunni eftir rúma viku. Þarna var komin lúðrasveitin og fullt af kórafólki samtals um rúmlega 50 manns. Í hópnum má finna mig, að sjálfsögðu, afa, ömmu, systur mömmu og dætur hennar. Semsagt ágætis ættarmót þarna .. já og úr minni fjölskyldu koma þrír ættliðir, og geri nú aðrir betur. Þarna dillar maður sér og sveiflar með fjölskyldunni og finnst sko ekkert sjálfsagðara. Ji, hvað þetta verður mikið stuð.

Annars eru fyrstu söngdeildartónleikarnir mínir sem undirleikari á morgun. Jamm, varið ykkur þarna eru nefnilega stórstjörnur á ferð. Þær eru samt ódýrari en hann Kristján Jóh í rekstri. Ég meina það er náttúrulega alveg ,,agalegt" að maðurinn þurfi að sofa heima hjá systur sinni og borða íslenskan mat..... Hann á örugglega aldrei eftir að bíða þess bætur ... Held að maðurinn ætti aðeins að fara að athuga sinn gang þegar hann opnar á sér munninn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home