Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

föstudagur, janúar 21, 2005

Þankagangur

Það er fátt sem fer jafn mikið í taugarnar á mér og þegar maður er búin að blogga og það týnist síðan allt saman. URR.

EN

Í sumar kom til mín í pössun hann Matti froskur. Þetta er ósköp sætið, lítt, hvítt, krúttlegt grey. Nú er ég hins vegar búin að ættleiða kappann og milli okkar hefur tekist mikill vinskapur.
Hann Matti er mikill sérvitringur. Hann fær alltaf sama matinn dag eftir dag eftir dag!! Ef hann fær einhvern hátíðamat þá eru það flugur. Annars borðar hann bara alltaf sama matinn upp úr sinni froskamatsdollu. Nema hvað. Í dollunni eru hvít korn og rauð korn, æðislegt að fá að breyta til um lit :) EN NEI. Rauðu kornin vill hann ekki sjá, frekar sveltir hann sig en að borða þau. Já, það er betra að vera ekkert að flækja lífið of mikið.
Dagarnir hans Matta eru þannig að hann syndir hringinn í kringum bjórflösku. VEI!! ... Um daginn ætlaði ég að vera rosalega skemmtileg og leyfa honum að breyta til. Skellti honum í baðið (reyndar gerði Þórður það, ég þorði því ekki). Matti var ekkert að fýla það og var skíthræddur við mig í marga daga á eftir. Það er betra að vera ekkert að breyta of mikið til :)
Ég er sannfærð um að ef ég bara hugsa nógu vel um Matta þá breytist hann einn góðan veðurdag í prins, svona ef ég læt vaða á að kyssa hann :)

Annars eru margar ákvarðanatökur sem bíða eftir mér. Ég fékk tilboð í bílinn minn!! ÉG hringdi í umboðið og á hann eru settar 600 þúsund. Mig langar ekkert voðalega mikið til að skipta. Bíllinn minn svíkur mig aldrei "7,9,13" en hann er nú keyrður 155 þús greyið þannig að það er alveg kominn tími til að skipta ef ég ætla ekki að keyra hann út. Svo er annað. Ég fer í interrail í sumar og er mjög mikið að spá í enskuskóla eftir það þannig að til hvers að eiga bíl ef maður ætlar ekkert að vera á landinu. Ég er komin á kaf í að skoða skóla og það eru þrír sem standa upp úr. London, Kanada og Nýja-Sjáland. Nú treysti ég á að fá tillögur og ráð varðandi bílinn og enskuskólann :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home