Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

sunnudagur, janúar 16, 2005

Hugleiðingar ....


Það vantar ekki að ég sé hundsvekkt út í Idolið!! En þar sem ég er nú ekki jafn blóðheitur stuðningsmaður og í fyrra nenni ég ekki að tjá mig um það annað en að mér finnst fyrirkomulagið asnalegt. Það væri miklu sanngjarnara að við kysum þann sem á að detta út!! En þá koma peningarnir í spilið og auðvitað þarf okkar fátæka símafyrirtæki að græða sem mest.

Laugardagskvöldi líðandi helgar var eytt heima í stofu. Ég horfði á söfnunarátaksþáttinn og að sjálfsögðu styrkti ég söfnuna. Kominn tími til að maður fari að hugsa oftar um hvað maður hafur það gott, í staðin fyrir að halda alltaf að maður hafi það eitthvað slæmt....

Sigurrósarmenn stóðu sig að vanda. Það er bara verst að ég á í mesta basli með að hlusta á tónlistina þeirra. Ég hlustaði svo mikið á þá og fór á tónleika með þeim þegar ég bjó í Danmörku, þannig að ég fæ alltaf einhverja bölvaða söknunartilfinningu þegar ég heyri þá spila. Svona getur nú tónlistin haft áhrif á mann.

Ég er komin í mikinn INTERRAIL ham. Virkilega farin að skoða staðina sem mig langar að koma við á og líst mér skuggalega vel á þessar slóðir, Pólland, Tékkland, Slóvakía, Ungverjaland og Króatía eða jafnvel Spánn, Portúgal, Marokkó, Ítalía, Slóvenía, Grikkland og Tyrkland.
Æ maður getur víst ekki tekið hálfa Evrópu á einum mánuði þannig að maður þarf virkilega að fara að spekulera hvaða stefnu maður tekur.

WELL ... Það veitir víst ekki af því að halda áfram að vinna. Hugleiðingum dagsins, hér með lokið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home