Pælingar dagsins

Jú ég er aldeilis að taka mér tak (segir maður það svona) og er farin að fórna Leiðarljósþáttum fyrir ræktina!! Þá er eitthvað mikið í gangi ....
Annars er maður alltaf að læra eitthvað nýtt. Ég uppgötvaði í gær að ég bara kann ekkert að mála. Ekki mikið verksvit þar!! Við félagar í stjórn golfklúbbsins vorum að mála uppi í Tvisti, (veitir ekki af því að vinna fyrir nýjustu fjárfestingunni okkar). Ég sótti mér rúllu og málningarbakka og var svona fyrsta klukkutímann að átta mig á hvernig skrambans bakkinn virkaði. Sullaði út um öll gólf og fattaði ekkert af hverju málningin var komin á öll fötin mín, skóna og já aðeins framan í mig. Fyrstu fermetrarnir voru ansi skemmtilega röndóttir. En ég varð nú betri eftir því sem á leið þótt ég hafi nú ekkert í hyggju að gera málningarvinnuna að ævistarfi. Já, maður leggur ýmislegt á sig í þágu félagsstarfanna.
Speki dagsins:
Gæt vel þessa dags
því gærdagurinn er draumur
og morgundagurinn hugboð.
Sé deginum í dag vel varið, mun
gærdagurinn breytast í dýrmæta minningu
og morgundagurinn í vonarbjarma.
Gæt því vel þessa dags.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home