Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

þriðjudagur, janúar 11, 2005

Rise and shine



Eftir 64 daga stíg ég upp í flugvél og held til Kaupmannahafnar!! Það er svo gaman að hafa eitthvað til að hlakka til :)

Það stefnir í botnlausa vinna á næstunni. Ég var plötuð í að hafa dönsku námskeið fyrir fullorðna hjá farskólanum (stress, stress), svo er ég komin í árhátíðarnefnd, tvær söngvakeppnir á dagskrá sem ég á að dæma, orgelsjóðstónleikar, klára píanókaupamálið og sitthvað fleira. Það veitir ekki af því að hafa nóg að gera!!

Það er ekki laust við að maður sé nú pínu lítill í sér þessa dagana. Það sannaðist í enn eitt skiptið að það er bara ekki nokkrum manni treystandi á þessari jörðu. Stundum er það líka þannig þegar uppi er staðið að þeir sem maður heldur að séu ,,óvinir" eru bjargvættir og góðir einstaklingar eftir allt saman.

Ég ætla allavega að taka bloggfærsluna hennar Lindu frænku til fyrirmyndar:
,,Heyrðu... nú er komið nýtt ár og þá er vissara að taka aðeins til hjá sér... henda út öllu því slæma og vera opin fyrir öllu því nýja og góða! Allskonar góðar minningar frá síðasta ári en það leynast líka einhverjar vitleysur inn á milli sem er löngu tímabært að eyða... Algjör vilteysa að hanga á einhverju sem gerir mann bara leiðan af og til. Erfitt en algjörlega kominn tími til.... ööösssss... ég segi nú ekki annað. Þetta er ekkert létt sjáði til, en þetta kemur allt saman!"

OG SVO ÞARF MAÐUR LÍKA AÐ FARA AÐ SPÁ Í SUMARIÐ!!

Fyrr skal ég dauð liggja en að hanga heima í sumarfríinu eftir allt þetta verkfallsbras. Er barasta alveg búin að fá yfir mig nóg af því að hanga. NEI TAKK!! Ég ætla að leggja land undir fót.
Interrail, Hróaskelda .... eitthvað. Linda mín ég treysti á að þú vinnir eins og vitleysingur svo að við getum farið saman. Bankainnistæðan mín er á hraðri uppleið svo að ég geti nú gert eitthvað uppbyggilegt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home