Svaðilför í villta vestrið

Já, svona er lífið fyrir Norðan heiðar!!
Á heimleiðinni var ákveðið að reyna að taka skaflana á ferðinni svona með von um að þurfa ekki að ýta mjög oft. Gekk vel, fyrir utan einn skafl, en ferðin í gegnum hann var fyrsta flugferðin mín í bíl, svona eins og gerist í bíómyndunum. Við erum að tala um að við vorum bara í lausu lofti.
Mér fannst það frekar fyndið, bílstjórunum og hinum farþegunum fannst það ekki!!
En mikið er ég nú glöð að hann Heimir bróðir minn sé fluttur heim. Það er svo skrítið að ,,litli bróðir,, sé allt í einu orðinn stærri en ég og fullorðinn. Nýjasta nýtt hjá okkur systkinunum er að djöflast í þreksalnum saman. Eigum örugglega eftir að vera dauðfegin að hafa hvort annað heima svona til að stytta okkur stundirnar þegar við erum bæði í fríi. Algjör lúxus að hafa þessa elsku heima!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home