Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, febrúar 07, 2005

Aðeins og mikið sungið ..

Ég held ég hafi sungið aðeins of mikið í bústaðnum um helgina. Á laugardaginn héldum við 8 klst. söngæfingu og svo var auðvitað feikna samsöngur um kvöldið. Ég sá um kvenraddir og kórinn á meðan Siggi Braga æfði sólistana þannig að ég fékk doldið að puða.

Afraksturinn er seiðandi wiskey rödd!! .... jú og auðvitað lærði ég helling af lögum líka.

En já .. svona til að fylla inní eyðurnar þá var þetta Kammerkór Rvk samankominn og erum við að klára að undirbúa tónleikaferðina okkar til Kaupmannahafnar í mars. Ég hlakka alveg voðalega mikið til. Við munum frumflytja verk eftir Sigga Braga sem er barasta ylvolgt úr heilabúinu hans. Hann kláraði bara að semja það á þriðjudaginn síðasta. Við vinirnar ég, Ardís og Smári ásamt bassanaum Stebba fengum úthlutaða sólókafla í verkinu þannig að nú er maður að fara að syngja klassískan söng í fyrsta skiptið fyrir dönsku vinina. Ég vona að þeim finnist það ekki jafn voðalegt og Erlu Gísla :) Henni leist sko ekkert á blikuna þegar hún kom einu sinni á nemendatónleika hjá mér. Þetta er soddan gaul í okkur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home