Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

laugardagur, febrúar 12, 2005

AKUREYRARFERÐ


Frábær sólarhringur að baki!!
Ég fór á Akureyri með unglingastigið á söngvakeppni SAMFÉS.

Ferðin byrjaði voðalega skemmtilega, Signý og Guðrún færðu mér blóm **snökt, snökt** mér fannst ekkert smá sætt af þeim :)

Þegar við komum á Akureyri fór ég beint á generalprufu með söngpíurnar mínar. Þær sungu svo vel að mín felldi barasta tár. Reyndi nú að láta sem minnst á því bera en ég held að stelpurnar hafi nú grunað mig :)

Eftir æfingu fór skríllinn og borðaði á Greifanum og þar hitti Anne Hyldal okkur, svo ég gæti nú gert þetta að smá námsferð í dönsku í leiðinni, hehe. Það var nú ansi gaman að sjá hvað krakkarnir létu vaða, reyndu sitt allra besta í að spjalla á danskri tungu. Dúllur.

Loksins kom að keppninni sjálfri, 14 atriði og hvert öðru flottara. Það sem að keppendurnir stóðu sig vel. Ekkert grín að vera á aldrinum 14-16 ára og syngja fyrir allt þetta fólk. Dáist að krökkunum sem voru að koma fram. Ég þarf varla að taka fram að stelpurnar okkar stóðu sig frábærlega!! :) Það skondna við þetta allt saman var að kynnir kvöldsins og söngvari hljómsveitarinnar sem tróð upp var eld gömul hvolpaást, já sá nú ekki sólina fyrir þessum dreng þegar ég var gelgja *** og sumir eru nú ennþá sætir ***

Eftir keppni var svo haldið í Lundaskóla þar sem við gistum og að sjálfsögðu heilmikið fjör langt fram á nótt....

Á heimleiðinni gerði ég svo eitt gáfulegt, nemendum mínum til mikillar skemmtunar. Spurði í Varmahlíð hvort þær ættu ekki sunnudags Fréttablaðið. Afgreiðslukonan leit svo hneyksluð á mig, og ég hélt að hún væri að gefa í skyn að ég væri með lokuð augun, og sagði við hana "það er sko bara laugardags Fréttablað í hillunni". Þá leit hún ennþá hneykslaðri á mig og spurði mig af hverju ég væri að biðja um sunnudagsblað á laugadegi, og henni stökk ekki bros á vör. JÁ ... GÁFULEGT.

EN ALLAVEGA. Ekkert smá gaman að fara í þessa ferð og eiga krakkarnir heiðurinn af því hvað ferðin var skemmtileg.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home