Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

föstudagur, febrúar 18, 2005

Esso-vakt

Hvað varð um þær yfirlýsingar sem ég gaf út að ég væri hætt störfum fyrir fullt og allt í Esso?? JÁ, maður spyr sig.

** Ég er ekki búin að gleyma hvað geðvondir kúnnar eru leiðinlegir.
** Ég er ekki búin að gleyma hvað það er leiðinlegt að gera bragðaref.
** Ég er ekki búin að gleyma hvað mér leiðist að setja á pylsu.
** Ég er ekki búin að gleyma hvað það er pirrandi að hlusta á fólk sem tuðar yfir að bensínverðið sé hærra á Blönduósi en hjá Atlantsolíu.
** Ég er ekki búin að gleyma hvað ég þoli ekki fólk sem ber matarverðið saman við verð á mat t.d. á videoleigum, þar sem fólk fær *by the way* enga diska og hnífapör og getur heldur ekki sest niður.
** Ég er ekki búin að gleyma að ég hef marg oft lofað sjálfri mér að hætta að standa í þessu.

SAMT er ég að fara að taka aðra vaktina á einni viku!! HUMM.

Góðu kostirnir
** Smávegis aukapeningur
** Fólk er almennt í skárra skapi á ferðalögum á veturna. Kenning mín er sú að það sé af því að það er minna að gera og ekki eins heitt í bílnum.
** Ég hitti fullt af fólki sem er gaman að hitta :) Það eru nefnilega líka til kúnnar sem eru ekki geðvondir.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home