Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Matti strauk!!

Minn eiginn ættleiddi froskur hræddi úr mér líftóruna í gær!!

Ég var að þrífa búrið hans sem ætti nú ekki að vera frá sögum færandi. Eins og í hin skiptin setti ég vatn í plastdollu svo hann gæti nú svamlað eitthvað á meðan. Eitthvað leist Heimi illa á þetta og vildi endilega að ég setti lok á dolluna. Ég hélt nú ekki!! Hann hefði ekki reynt neinar hundakúnstir hingað til og þar að auki væri ég búin að gera margar tilraunir án árangurs til að láta kvikindið hoppa.

Síðan er mín í sínu allra rólegasta þangað til að ég sé froskinn í loftköstum. Hann gerði sér lítið fyrir og stökk upp úr dollunni og þaðan niður af ískápnum og af stað á gólfinu.

Mikið djöfull -afsakið orðbragðið- varð ég hrædd. Ég meina, mynduð þið ekki vera hrædd ef þið vissuð að þessir froskar eiga það til að éta aðra froska? Ekki ætlaði ég að lenda í kjaftinum á honum.

Það var ekkert með það að ég varð að kalla út hjálparsveitarmanninn Val Óðinn sem er blóðfaðir frosksins. Hann ásamt Fróða handsamaði svo kauða sem var samstundis settur í ævilangt útivistarbann úr búrinu sínu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home