Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

föstudagur, febrúar 11, 2005

..... Merkilegt nokk .....

Það er alveg magnað hvað tónlist getur sparkað manni úr sporunum!!
Hef eytt ansi mörgum stundum á hlaupabretti undanfarið og það er tvennt ólíkt að hlaupa með hraðri takfastri tónlist og engri tónlist. Maður drattast bara ekkert úr sporunum þegar tónlistina vantar og finnst eins og maður sé að draga inn síðustu andardrættina. Þegar tónlistin er hins vegar komin í botn finnst manni stundum eins og maður gæti tekið sprettinn til Reykjavíkur....

SKRÍTIÐ ... en samt ekki.

Eigum við ekki bara að setja vasadiskó eða ferðageislaspilara á langhlaupara sem hlaupa fyrir Íslands hönd, eða gera það að staðalbúnaði hjá íslenska landsliðinu í fótbolta? Mætti skella míkrófón á þjálfarana sem gætu þá komið skilaboðum áleiðis til leikmanna svona í bland við tónlistina.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home