Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

NÝTT PÍANÓ :)

Mín fékk aldeilis sendinguna í dag :) Nýja píanóið sem ég stóð fyrir söfnun á er komið í hús!! -á nú samt eftir að borga reikninginn - hóst hóst - en það eru nú til peningar fyrir honum. Þökk sé öllu þessu frábæra fólki sem styrkti gott málefni. Ég valdi gripinn um síðustu helgi og er búin að bíða SVO spennt eftir því. Það versta er að ég get ekki notað það í kennslunni á morgun því 4. bekkur er að taka samræmd próf í tónmenntastofunni minni, uss uss uss.

Annars stendur yfir hjá mér heilmikill undirbúningur fyrir vígslutónleika á nýja gripnum. Ég og mínir nemendur ætlum að vígja gripinn við skemmtilega athöfn og bjóða styrktaraðilium og fleirum á herlegheitin. Meira um það síðar :)

Annars er heilmikið að gerast. Ég er á leiðinni í sumarbústað í Grímsnesið um helgina og þar verða örugglega nokkrar öldósir opnaðar og svo skilst mér að á laugadagskvöldinu verði steik að hætti Steina. Alltaf gaman að gera sér dagamun í góðra vina hópi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home