Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Samantekt síðustu daga

Það er svo skrítið með það að maður veit aldrei hvort maður er að tala við sjálfan sig á þessu bloggi eða hvort hér séu lesendur á ferðinni :) Endilega skiljið eftir ykkur slóð í komment kerfinu svo maður geti nú fylgst með því hverjir leggja leið sína hingað!! :)

Síðasta helgi var alveg brilliant eins og Vala Matt myndi orða það. Ég skellti mér í menningarborgina. Ætla svo sem ekkert að fara nákvæmlega í þá sálma, en smávegis sögustund þó.

ÉG byrjaði reisuna á idol kvöldi í nýju flottu íbúðinni hennar Karenar. Nokkuð sátt með niðurstöður kvöldsins en samt ekki. Ég vil Brynju út, hún er ekki að höndla þetta frekar en Anna Katrín á sínum tíma. Örugglega klassa söngkonur en þeirra tími á bara að koma síðar.

Á laugardaginn verslaði ég frá mér allt vit. Verslaði píanó og píanóstól eins og planað var en öll fötin sem ég keypti voru ekki alveg á skipulaginu... Veit ekki alveg af hverju ég var allt í einu búin að eignast nýjar gallabuxur, skó, jakka og boli. Fötin bara stukku á mig og neituðu að vera skilin eftir í búðinni. Kannast ekki fleiri við þetta vandamál?

Um kvöldið fór ég svo í snilldar mat til Jórunnar og Baldurs og eftir það létu fleiri sjá sig á Hverfisgötunni og spiluðum við Popppunkt. 8 manns samankomnir og ekkert smá stuð. Fyrir algjöra tilviljun gat annar eða báðir aðilar í öllum liðum spilað á píanó eða gítar þannig að söngreitirnir urðu ansi líflegir og skemmtilegir :)
Eftir Popppunkt var auðvitað gáfulegast að fara á dansgólfið á Hverfis!! Ég ruglaðist svo örlítið á heimleiðinni, rataði ekki alveg á Meistaravellina þannig að ég fór bara í Mosó í staðinn.

Á heimleiðinni átti ég góða tilraun til þess að drepa mig, eða einhverja aðra. Að maður sé að segja frá þessu!! JÆJA. ÉG allavega missti bílinn út í lausamöl og gjörsamlega endasentist út um allan veg út í báða kanta og beið bara eftir veltunni. Shit hvað ég var fegin að mæta ekki bíl. Ég held að litla hjartað mitt hafi misst úr nokkur slög. Þetta kennir manni hvað þarf lítið til að koma sér og öðrum í lífshættu.

En svona að lokum.
Mikið ofboðslega er gaman að vera kennari. Það getur bjargað heilu dögunum þegar nemendur eru einlægir við mann :) Auðvitað finnst krökkunum maður alveg hundleiðinlegur á köflum en stundum eru þau svo þakklát og frábær. Þá er sko gaman. Þau geta alveg brætt mann þessar elskur!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home