Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

fimmtudagur, mars 24, 2005

Ferðasagan ..

Ég get ekki komið ferðasögunni frá mér :(
Ákvað að fara milliveginn og setja niður nokkra punkta!!

Herbergið mitt var á 6.hæð, efstu mögulegu hæð - og af hverju er það frásagnarvert?? Jú - fyrr ligg ég dauð en að stíga fæti inní lyftu þannig að ég mátti hlaupa upp og niður stiga alla ferðina.

Eigandi hótelsins og hótelstjóri er Halldór nokkur... Gaman að segja frá því að hann er pabbi "The boys" strákanna sem slógu í gegn þegar ég var lítill maur :) Doldið gaman að sjá þessa gauran aftur :)

Ég missti mig aðeins á Hereford steakhouse. ÉG var alveg handviss um að einn gestunum væri mjög frægur leikari en liðið var ekkert að trúa mér!! Svo ég fengi nú ekki á tilfinninguna að ég væri orðin galin kannaði ég málið og viti menn, þarna var á ferðinni gaurinn sem lék m.a. Nikolaj í "Julie og Nikulaj" og svo leikur hann líka í Taxi og mörgum fleiri myndum og þáttum :)

Gerði góða hluti á flugvellinum. Þegar ég kom á völlinn átti ég enga heimferð bókaða!! HUMM. Hversu týpískt er það fyrir mig!! Við nánari athugun kom í ljós að bókunin mín var þannig í kerfinu að ég átti flug út 16. mars og heim aftur 13. mars. Hvernig í anskotanum er það hægt?? Karlinn var ekkert á því að hleypa mér heim með vélinni .. en einhverra hluta vegna fannst mér nú margt verra en að vera föst í Köben :) Fékk svo reyndar á endanum leyfi til að fara með....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home