Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

miðvikudagur, mars 02, 2005

Frumvarp

Ég lagði fram frumvarp á Húnabraut 18 síðastliðinn sunnudag. Í því felst að allar búðarferðir eru stranglega bannaðar nema til að kaupa mjólk. Nei - ég er ekki að tala um að svelta heimilisfólkið heldur athuga hvað við getum lifað lengi á matarbirgðum heimilisins. Hef grun um að það kenni ýmissa grasa í skápum, hillum, ísskáp og frystikistu. Held að það gerist allt of oft að maður æðir út í búð eftir einhverju af því að mann langar ekki akkúrat í hrökkbrauðið sem er í skápnum í augnablikinu.

Frumvarpið fékkst samþykkt, 2 atkvæði (ég og mamma)gegn 1 (Heimir bróðir). Held að hann sjái fram á vatn og hafragraut, ji hvað þetta verður skemmtileg samsetning á máltíðum :)

Jæja lesendur góðir. Er ekki tilvalið að opna hér með fyrir getraun í comment kerfinu. Spurt er hvað mun fjölskyldan endast lengi í þessu uppátæki mínu?, þ.e. hvenær sá dagur kemur að við gefumst uppá þessu rugli í mér. Áskorunin hófst á sunnudagskvöldið og má því segja að liðnir séu 3 sólarhringar. Hvað tippið þið á langan tíma?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home