Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

þriðjudagur, mars 08, 2005

HRÆDD, hræddari, hræddust!!

Ég hef sjaldan orðið eins hrædd á ævinni eins og í ökuferð minni á leið úr kirkju í gær!!

Ég var að keyra ** í mínu mesta sakleysi ** og sé ég þá ekki allt í einu eitthvað langt og mjótt sveiflast við rúðuna hjá mér. Þegar ég sá svo hvað var þar á ferð truflaðist ég með tilheyrandi ópum og vissi varla hvort ég ætti að stökkva út á ferð eða gera tilraun til að ná ró minni aftur.

Á húddinu trítlaði eitt stykki mús **mér fannst hún risavaxin** og þetta var ljótasta kvikindi EVER. Hún var nú ekkert að stressa sig þótt ég væri á ferðinni, hefur sjálfsagt lært einhvers staðar að teika bíla. Hún horfði bara hin rólegasta á mig í minni geðshræringu. Stuttu seinna tók sú stutta sig til og tölti undir húddið og þá varð mér allri lokið!! Öskraði ennþá hærra og hringdi í Þórdísi Erlu, var farin að sjá hana fyrir mér á bílstjóragólfinu að éta á mér lappirnar. Ég brá á það ráð að gefa allt í botn og taka harkalegar beygjur í þeirri von um að hún dytti af bílnum, var ekkert að fatta að nota flautuna. Þórdís átti ansi bágt með að greina einhver orð úr öskrunum í mér en náði skilaboðum um að meðferðis væri mús og að hún ætti að senda Jón Örn samstundis út til að bjarga mér.

Þegar ég náði á áfangastað hófst heljar leit af kvikindinu og tók smá stund að finna hana. Jón Örn reyndi að telja mér trú um að ég væri ímyndunarveik og að þetta hefði verið laufblað en ég þurfti ekki annað en að líta einu sinni í átt að bílnum og þá gat ég bent honum hvar skrímslið sat og horfði á okkur **illkvitnum augum**.

Það er alveg á mörkunum að ég þori að stíga fæti inní bílinn minn framar...!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home