Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

þriðjudagur, mars 22, 2005

Mánudagur til mæðu

On the road again!!

Komin til Íslands eftir frábæran tíma í Danmörku. Ég ákvað að helga fyrsta dag heimkomu í allt sem flokkast undir leiðinlegt. Hitti alla mögulega og ómögulega lækna og lét krukka í mér hægri vinstri. Í þessum leiðindaheimsóknum fólst m.a. augnlæknir, blóðbankinn og krabbameinsskoðun!!

Samviska mín sagði stopp!! Átti að vera á leið í þriðja sinn en hafði aldrei látið verða af því að fara í krabbameinsskoðun því það er nú ekki beinlínis það skemmtilegasta sem kvenþjóðin gerir!! Mér fannst ég í stuttu máli vera eins og hálfviti þarna. Vissi ekkert hvað ég var á leið út í, var réttur sloppur og sagt að bíða þangað til að ég yrði kölluð upp.

Færibandaskoðun frá hell!!

Ég stakk hausnum út úr klefanum til að athuga hvernig píurnar voru klæddar í herlegheitin og humm, þær voru allar berar að ofan!! Prísaði mig sæla fyrir að láta skynsemina taka til starfa og fatta að þær voru á leið í brjóstaskoðun, en ekki ég!! Hefði ekki boðið í það augnablik að uppgötva að ég væri væri vitlaust klædd undir galaklæðnaðinum.

Annars er þetta fólk þarna greinilega vant svona vitleysingum eins og mér. Læknirinn gerði óspart grín að mér og spurði hvort ég væri ekki búin að bíða spennt eftir að hitta sig....

En annars segi ég bara þið slugsar, hunskist af stað!! Ekkert smá þægilegt að hugsa til þess að ég þarf ekki að fara fyrr en eftir tvö ár í staðin fyrir að fá samviskubit þegar ég man eftir þessu :)

Ferðasagan kemur á morgun :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home