Myndir
ÉG ákvað að taka mér það bessaleyfi að hnupla nokkrum myndum á grunnskólasíðunni af árshátíð grunnskólans og fleygja inn smá sýnishorni af árshátíðarmyndunum. Skellti þeim inní albúmið mitt.
Annars lítið að segja í dag annað en að ég fór að spila félagsvist í gærkvöldi á Árbakkanum **nei - ég lækkaði ekki meðalaldurinn - ég er ekki eina gamla sálin á staðnum ;)** Ég var nú ekkert að gera góða hluti samt - en var nú sem betur fer ekki jafn herfilega léleg og síðast. Þá var ekki annað að sjá en ég leggði kapp mitt á að fá skammarverðlaun ... sem eru reyndar ekki í boði.
En er ekki alltaf sagt að maður sé heppinn í ástum ef maður er óheppinn í spilum!! Riddarinn á hvíta hestinum hlýtur bara að bíða mín handan við hornið :)
Góða helgi!!

En er ekki alltaf sagt að maður sé heppinn í ástum ef maður er óheppinn í spilum!! Riddarinn á hvíta hestinum hlýtur bara að bíða mín handan við hornið :)
Góða helgi!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home