**On the road again**



Ég er búin að sjá það að líklega er best að vera bara næsta vetur á Dósinni, og nú kemur alveg rosaleg röksæmdafærsla fyrir því sem ég mun sjálf lesa aftur og aftur svona til að halda áfram að sannfæra sjálfa mig enn betur :)
**Sé ekki alveg tilgangin í að æða til Reykjavíkur bara til þess að vera þar, get alveg eins haldið áfram að skjótast þangað um helgar...
** Það er rosalega jákvætt að sjá bankareikninginn sinn vaxa og dafna :)
** Það er svo margt sem ég er byrjuð að byggja upp og tými varla að hlaupa í burtu frá á þessum tímapunkti
**Af hverju að taka þá áhættu að stökkva í burtu frá vinnustað sem mér líður rosalega vel á?? Alls óvíst að ég verði nokkurn tímann svona heppin með yfirmenn, samstarfsmenn og nemendur aftur.
**Ég er víst ekkert að verða sextug eins og Binni orðaði þa. JÁ TEK MARK Á DRENGNUM :)
og svona að lokum
NEI - ég ætla ekki að halda áfram með þessa ræðu á hverju vori næstu 40 árin.
JÁ - ég ætla að leigja mér íbúð. Hef það alveg voðalega gott hjá henni móður minni, en þegar maður er 23. ára gamall langar mann samt voða mikið í sitt eigið.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home