Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

föstudagur, mars 11, 2005

Í vikulok!!

Dagskráin mín er aðeins of þétt skipuð þessa dagana. Það lýsir sér í því að:

** Vekjarinn minn og tveir "reminderar" í símanum dugðu ekki til að vekja mig í gærmorgun!! Klukkan 08:10 vaknaði ég af værum blundi - og það var sko ekki gaman skal ég segja ykkur, því ég átti að vera í stofu 5 að kenna 10. bekk dönsku!!

** Ég er komin í þá rútínu að vera alltaf að flýta mér svo á milli staða þannig að í gær flýtti ég mér aðeins of mikið úr Tónó í badminton, en mundi svo þegar ég var búin að leggja bílnum fyrir framan íþróttahúsið að badmintonið var ekkert fyrr en eftir 40 mín. Var bara orðið mér svo eðlislægt að hafa ekki tíma til að gera neitt á milli dagskrárliða...

Já svona mætti halda áfram .....


EN annars hef ég ekkert minnst á vígslutónleikana mína og nemenda minna sem voru haldnir á mánudaginn. Þeir gengu alveg súper vel!! Ætla svo sem ekkert að tíunda það frekar - það er hægt að lesa um þá hjá Húnahornsmönnum.

Einn frábær gutti úr 2. bekk átti annars gott innlegg!! Áður en svokallað Kaffilag hófst bað ég þá foreldra sem drekka kaffi um að rétta samviskusamlega upp hönd. Ansi margar hendur fóru á loft, en greinilega ekki allar sem áttu að fara þangað. Guttinn var greinilega ekkert að stressa sig á því að hann stæði fyrir framan fjölda fólks og kallaði fram í sal "pabbi, þú drekkur víst kaffi" :)

Annars ætla ég bara að leyfa myndunum að tala sínu máli!! ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home