Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, apríl 18, 2005

ALDREI AÐ FLÝTA SÉR!!

Smá vandamál!!

Ef ég þarf að flýta mér eitthvað get ég alltaf bókað að gera einhverja gloríu ... Mis alvarlegar þó!! Þess vegna er ég alltaf að vinna í því að verða rólegri og rólegri (án gríns sko). Það liggur við að ef ég svæfi yfir mig myndi ég sjóða mér hafragraut og borða við kertaljós... Kannski ekki reyndar - en allavega smá átak..

Ég gleymi t.d. ALDREI þegar ég flutti heim frá DK og var að flýta mér svo mikið uppá völl að ég læsti handtöskuna, alla peninga og kort, vegabréf og flugmiða inní herberginu sem ég bjó í og skilaði síðan lyklunum mínum samviskusamlega inn um bréfalúgu því það var allt lokað... **EKKI SNIÐUGT** endaði með hreinu og kláru innbroti svo ég kæmist nú í jólasteikina...

... svo gleymi ég ekki þegar ég fór út í október og var svo mikið að flýta mér út úr vélinni að ég gleymdi handtöskunni minni í flugvélinni. Í henni voru síminn, allir peningar og kort og sitthvað fleira... **SMÁ TREMMUKAST SEM ÉG TÓK ÞÁ**

... svo er það þessir litlu en samt heimskulegu hlutir eins og ca þessi 145 skipti sem ég læsti mig úti í vetur á mis heppilegum tímum. Var að gera heimilisfólkið brjálað sem þurfti stundum að senda lykla suður ef þau voru í burtu eða kalla út ættingja sem mögulega gætu verið með lykla. Kom reyndar lykli fyrir hjá vinkonu minni á endanum og þurfti náttúrulega á þeim að halda.

... já eða skiptin sem ég keyrði yfir á rauðum ljósum af því að ég hreinlega fattaði ekki að ég væri á ljósum (þetta er hreinasti sannleikur) ... og skiptin sem ég keyrði kannski í Söngskólann þegar ég átti að mæta í klippingu eða í Kennó þegar ég ætlaði í búðina..

... á föstudaginn síðasta var ég líka að gera góða hluti, kl.18:55 fattaði Þórdís að við gleymdum að kaupa pizzaost og hvítlauksolíu á pizzuna okkar og ég sett í málið - þurfti náttúrulega að flýta mér. Fór í búðina og keypti allt sem ég átti að kaupa en þegar ég kom til baka á Skúlabrautina fattaði ég að ég hafði ekki bara skilið eftir einn hlut heldur ALLT sem ég keypti. Hafði ekki einu sinni sett vörurnar í poka, bara lét renna þeim í gegn, borgaði og rölti svo út... DAMN, hvað ég skammaðist mín þegar ég þurfti að berja Samkaup að utan (náttúrulega búið að loka) til að endurheimta vörurnar.

** Þetta heitir víst að fara fram úr sjálfri sér .....

*** EN þetta er allt að koma hjá mér - þessum utan við mig, gleymsku, ógáfulegu skiptum fer alltaf fækkandi!! Held að föstudagsglorían hafi verið sú eina í marga mánuði ***

Batnandi fólki er best að lifa ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home