Danska vs. tónmennt

Á nú eftir að sjá hvað mikið kemst til skila til nemendanna!! ... Reyndar námsmaraþon, en það verður ágætis tilbreyting að prófa að kenna um hánótt og það um helgi...
** Annars tel ég niður dagana í helgina. Ungliðahreyfingin (yngsta starfsfólkið í skólanum - minns, Heiðar, Hrefna og Greta) er búin að skipuleggja allsherjar óvissuferð fyrir starfsfólk skólans. Það ríkir mikil leynd yfir ferðaplönunum, og hver veit nema að einhverjir kennarar verði á vegi ykkar ;) Held allavega að starfsfólk mæti þreytt til leiks á mánudeginum ...
** en aðeins um maurana mína :)Ég var að fræða þau um hin ýmsu tónskáld í morgun, helstu höfðingjana eins og Mozart, Beethoven og Grieg og ég skemmti mér eiginlega best yfir spurningaflóðinu? :) Fékk nokkur góð comment ..
** Var Mozart í alvörunni til? Er hann ekki bara plat.
** Þekkirðu Grieg?
** Er Beethoven ennþá lifandi?
** Ég vissi ekki að Mozart væri svona ljótur.
** Þegar ég spurði hvort þau hefðu heyrt eina sinfoníuna svaraði eitt þeirra ,,já ég man núna, mamma spilaði þetta fyrir mig þegar ég var 1. árs
** já og eitt barnið hágrét yfir óförum Beethovens ..
Þau geta verið svo einlæg og yndisleg :)Það kom mér samt mest á óvart hvað þau höfðu flest gaman af þessu, hélt að ég þyrfti að fara að halda einhverja sannfæringarræðu.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home