Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

miðvikudagur, apríl 13, 2005

Einu sinni var ....



Ég gat ekki stillt mig um að skella þessari mynd inn. Þetta er sú ljósmynd sem mér þykir vænst um af öllum...

Myndin var tekin 11. apríl 1982, þegar ég var skírð, og mín ansi mikið rauðhærð, með þónokkurn lubba og heldur betur rík af öfum!! Svona fyrir ættfræðingana þá eru á myndinni með mér þeir:

**Neðri röð frá vinstri**
Reynir Hallgrímsson afi
Ragnar Annel Þórarinsson afi

**Efri röð frá vinstri**
Hallgrímur Sveinn Kristjánsson langafi
Þorleifur Ingvarsson langafi
Ólafur Gunnar Sigurjónsson langafi
Sigurjón Oddsson langalangafi

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home