Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

föstudagur, apríl 22, 2005

Gleðilegt sumar!!

Nú held ég að rétti tíminn sé kominn til að hætta að tala í gátum varðandi ákveðið málefni!!

Um helgina á að ferma á Blönduósi og í þeim hópi á ég einn bróður, Stefán Sindra!! Þar sem að föðurfjölskyldan mín hefur ekki sýnt nokkurn einasta áhuga á að kynnast þessum strák hef ég ákveðið að taka ekki þátt í því lengur. Það fer ekkert eins mikið í taugarnar á mér eins og þegar fólk talar um pabba og börnin fimm, þegar allir vita nákvæmlega að þau eru sex. Þarna er nefnilega engin einasta fávísi á ferð!

Já - þannig er það!! Það er ekki undir neinum kringumstæðum hægt að kenna börnum sjálfum um að þau fæddust í þennan heim og mér finnst að fullorðnir einstaklingar eigi að vera orðnir nógu þroskaðir til að taka afleiðingunum gjörða sinna. Ég veit sjálf að mér hefði fundist ansi ósanngjarnt ef annað foreldrið mitt hefði tekið þá ákvörðun að láta eins og ég sé ekki til, það á það enginn skilið.

Ég mun þess vegna fara stolt til altaris með Stefáni um helgina og ætla að taka þátt í fermingardeginum hans...!!

Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég mun skaffa öllum fermingarveislunum í bænum umræðuefni á silfurfati. Já - nú verður gaman hjá slúðurkerlingunum!! Ég geri mér líka grein fyrir að einhverjir verða ekki par hrifnir af þessu uppátæki mínu, en það fólk verður bara að eiga það við sjálft sig og reyna að setja sig í mín spor.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home