Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

sunnudagur, apríl 10, 2005

Helgarpistill

Hjúff - þá er fermingarveislum á árinu lokið - held ég!!

Frekar skondin ökuferð til borgarinnar í þetta skiptið þar sem ég var með Heimi í framsætinu en ömmu og systir hans afa í aftursætinu. ÉG sá það strax að það þýddi ekkert annað en að keyra hvern einasta metra á löglegum hraða. Önnur þeirra sá um að vakta hraðamælinn en hin var með kíki í leit að hálkublettum... ÉG hef aldrei keyrt til Rvk áður án þess að taka framúr einum einasta bíl, að undanskildum traktornum sem ég gat að sjálfsögðu ekki annað en tekið fram úr. Skemmtileg ferð samt ...

Þegar til RVK kom fór ég beinustu leið í innflutningspartý til Karenar og hef aldrei séð jafn mikið af fólki inní 2 herbergja íbúð. Hún á doldið af vinum stelpan!! .. Ég var samt held ég önnur af tveimur sem var edrú þannig að ég skemmti mér mjög vel yfir að fylgjast með liðinu...

Á laugadeginum var svo ferming... Byrjaði að sjálfsögðu í kirkjunni og lá við að maður væri hálf vængbrotinn því mér fannst svo skrítið að sitja þar sem kirkjugestur. Ég uppgötvaði í athöfninni að það er svona ca á 3 ára fresti sem ég fer í kirkju án þess að vera að syngja eða spila. Síðasta kirkjuferð varð nú ekkert sú allra glæsilegasta því að í athöfninni fékk einn maður hjartaáfall og ein stelpa hljóp grátandi út í miðri messu... Gaman að því - eða ekki!!

Veislan var svo sér kapituli því mér var bara hreinlega skemmt... Fullt af pælingum í kollinum á manni eftir hana. Það er svolítið gaman að fylgjast með fólki. ÉG þekkti flesta veislugestina nokkuð vel og veit þess vegna alveg hvaða konfliktar eru í gangi og hverjum er ekki vel við hvern o.s.frv. Hins vegar er alveg frábært að fylgjast með því hvað allir setja upp sparibrosin sín og láta eins og þeir hafi verið bestu vinir alla ævi... :) Kannski við ættum bara að eyða lífinu í veisluhöldum, þá héldu allir friðinn?

Heimferðin var svo enn ein sagan því þegar ég tilkynnti konunum í aftursætinu að ég ætlaði heim var eins og ég ætlaði að taka þær af lífi. Þeim fannst ég klikkuð að ætla að fara heim því það voru sko 14 metrar á sekúndu uppá heiði. Ég margspurði þær hvort þær væru ekki að ruglast og héldu að það væru 14 vindstig, en nei, þær voru alveg með veðurfræðina á hreinu...

Annars gekk heimferðin mjög vel, ég fann út hvernig ég gæti sett höndina þannig að enginn sæi á hraðamælinn þannig að ég gat leyft mér að keyra örlítið greiðar en á leiðinni suður og þær sögðu að ég væri afbragðs bílstjóri og að þær myndi fara með mér hvert á land sem er .. þannig að ég hlýt að hafa ekið nokkuð löglega :)

En annars .. ef ykkur leiðist, gónið þá á bílana á hreyfimyndinni í smástund. Ágætist leið til að tapa sönsum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home