Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

sunnudagur, apríl 24, 2005

Mæli með .....

ÉG mæli með:

** golfvellinum - ekkert smá ljúft að geta farið uppá golfvöll þótt að apríl sé ekki einu sinni liðinn!! .... ER samt farin að hugsa mér til hreyfings næstu daga og auglýsi hér með eftir golfara sem vill ólmur skreppa á Skagastrandarvöllinn með mér á næstunni. Hef nefnilega aldrei gerst svo fræg að prófa þann völl.

** "The Curious Incident of the Dog in the Night-Time" - Bókin er eftir Mark Haddon og einhver sú allra besta sem ég hef lesið. Það er búið að þýða hana á íslensku "Undarlegt háttaleg hunds" held ég örugglega, þannig að í næstu bókasafnsferð er must að spurja eftir þessari bók.

** spilakvöldum með vinum sínum - klikkar aldrei að taka svona eins og eitt Trivial eða Kana. Yrði nú samt sáttust ef einhver nennti einhvern tímann að spila Popppunkt!! Hef ekki fengið mínu framgengt síðan um jól varðandi það málefni :(

** Kroniken - svo ekki sé minnst á að þátturinn sé danskur (sem hefur að sjálfsögðu sín áhrif) þá eru þessir þættir barasta þrælskemmtilegir.

___________________________________________________________________________________

ANNARS lítið að frétta héðan úr herbúðum Blönduósingsins annað en að ég er á leið til Noregs í júní með tvo "gemlinga" með mér, einhverja á aldrinum 18-25. ára þannig að það gætu alveg eins orðið einhverjir eldri en ég .. Afrískir dansar og söngur verða við lýði í eina viku og það getur nú ekki orðið leiðinlegt. Þegar ég tók þátt í þessu síðast fór ég einmitt líka til Noregs en þá var þemað menning og listir. Nú er maður bara orðin dáldið mikið eldri (og vonandi þroskaðri) þannig að í þetta skiptið fer maður sem fararstjóri...

___________________________________________________________________________________

En svona að lokum:

ÉG vona innilega að síðasti pistill hafi ekki litið þannig út að ég sé eitthvað ósátt með mína föðurfjölskyldu sem einstaklinga!! Nei þvert á móti ...!!

Ég á yndislegan pabba sem ég er stolt af og myndi alls ekki vilja breyta á nokkurn hátt og hitt föðurfólkið hefur líka alltaf reynst mér frábærlega...

Hins vegar gat ég bara ekki sætt mig við gang hins umrædda málefnis og var þetta mín leið til að breyta því. Það er alltaf erfitt og leiðinlegt að særa einhver hjörtu en þegar önnur gleðjast í staðin þá verður maður bara að hugsa um björtu hliðarnar og leggja þær slæmu til hliðar.. Þótt ég hafi valið umdeilda leið sem eflaust hefði mátt hafa öðruvísi þá fékk ég allavega ekki frið í mitt hjarta fyrr en ég var búin að koma mínum skoðunum frá mér. Línan milli hins rétta og ranga varð ögn óskýr hjá mér en ég sé samt ekki eftir ákvörðun minni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home