Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

þriðjudagur, apríl 05, 2005

*Nýtt á nálinni*

Get ekki sleppt því að tjá mig aðeins um Reykjarvíkurferð mína um síðustu helgi :)
Eins og einhverjir vita fór ég í fríðu föruneyti með kirkjukórnum og það er hálf skondið að segja frá því að það er 70. ára aldursmunur á milli mín og elsta meðlimsins. Bara snilld!!

Við sungum eina tónleika í Kópavogskirkju og eftir þá var haldið á alls herjar skrall. Þið getið rétt ímyndað ykkur að vera komin á fyllerí með fólki uppað 93. ára aldri og allir orðnir all verulega hressir. Afi og Grímur Gísla voru farnir að kveða stemmur og syngja fimmundarsöng hægri vinstri og ég alveg komin inní húmor "gamla fólksins" :) Verð að muna alla brandarana þangað til ég fer á elliheimilið ..... Samt svona "have to be there moment"

Til að kóróna allt saman vorum við ekkert að fara leynt með að við komum úr sveitinni. Rútubílstjórinn okkar tók eina glæsilega hreppstjórabeygju sem skilaði okkur á einstefnu á móti umferð. Vorum samt, okkur til tekna, á rúti merktri Akureyri því maður sá fólk langar leiðir hlæjandi að okkur. Gaman að því :)

EN GLEÐI FRÉTTIR GLEÐINNAR!!
Ég er búin að fá úthlutaða íbúð á Húnabraut 42. Fór og skoðaði nýju heimkynnin og leist voða vel á allt saman... Vandamálið er hins vegar að ég þarf að bíða í 71 dag og 71 nótt því ég fæ lyklana ekki fyrr en 15. júní. Ég mun sjálfsagt byrja á því að styggja nágrannana með innflutningspartýi..... nema þeir mæti bara í partý, nei shit mar, ég ætla ekki að hugsa þá hugsun til enda.

Bestu fréttirnar eru samt í mínum huga að ég reddaði búslóðinni með einu símtali í gær.. Selma er sko í náðinni hjá mér núna :) Nú vantar bara eitt!!! .... ;)

En svona að lokum:
Sig aldrig noget om andre,
som du ikke vil sige til dem selv.

Ágætis áminning fyrir mig jafnt sem aðra.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home