... Nýtt útlit ...

**Alltaf skal ég setjast niður pollróleg og til í slaginn.
**Alltaf skal eitthvað vefjast fyrir mér, misjafnt hvað það er í hvert skiptið og ég verð ekkert rosalega ánægð með að hlutirnir ganga ekki upp í fyrstu tilraun..
**Alltaf skal ég gefast upp.
Þetta er ekkert vísbending um að ég sé óþolinmóð, er það nokkuð :)
Í dag gekk allt saman upp - NEMA - helvítis kommentkerfið, ég bara hreinlega kom því ekki á réttan stað í template draslinu.
Í dag sagði ég svona 30 sinnum við sjálfa mig, anda inn - anda út - þetta mun takast. Ég reyndi alls kyns leiðir og hundakúnstir - en allt kom fyrir ekki... Sama gamla lookið sett upp á nýjan leik því ég var á leiðinni að missa mig við tölvuna...
Sá dagur skal renna upp sem þetta tekst, og það verður að sjálfsögðu mikil sigurvíma :)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home