Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

föstudagur, apríl 15, 2005

Pestagemlingur

Einhver lasarus pakki þessa dagana. Ég er alveg búin að hirða samviskusamlega upp allar pestir sem hafa gengið manna á milli í vetur. Hef nú reyndar oft heyrt að það sé oft svoleiðis með fólk sem byrjar að vinna í grunnskóla eða leikskóla. Þar sem maður er að kenna öllum skólanum er maður alltaf í einhverjum sýklapartýum og ofnæmiskerfið ekki alveg að meika það ....

Humm ....

Allavega fór og hitti doksa í gær og gladdi hann mig svona rétt fyrir helgina með því að ég væri á byrjunarstigi lungnabólgu og með ristil.... Alltaf lærir maður eitthvað nýtt.

Annars litlar pælingar í gangi þessa dagana aðrar en um gemsann góða. Mér er hulin ráðgáta hvernig maður komst af án þeirra. Ef þjóðin gerði nú tilraun í viku og allir leggðu gsm-símunum sínum - nei, held það myndi ekki ganga upp...

Fannst hálf skondið að vera á kirkjukórsæfingu um daginn því þar er meðalaldurinn eins og margir vita örugglega 60. ára og á æfingunni hringdu 3 stykki gemsar og ellismellirnir alveg að lækka niður í heyrnatækjunum sínum svo það suðaði ekki í þeim á meðan þeir töluðu í símana sína. Ekki það að það þyki sjálfsagt að hafa síma í gangi á æfingu - nei, nei - þau voru bara ekkert að meika það í hvernig á að setja símann á silent. Endalaust hægt að spá í hvernig við leystum hlutina áður en gsm símarnir komu til sögunnar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home