Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

sunnudagur, maí 08, 2005

Da dadda ra ....

Kvenkynsritari síðunnar skellti sér í borg menningar og ótta um helgina. Á dagskrá var bryllup - á íslensku máli - brúðkaup :)

Dúettinn - 94 strengir - (ég og Halli) var að troða upp í Fríkirkjunni í Reykjavík. Sat við flygilinn og söng í þetta skiptið og Halli söng einnig og spilaði á gítar. Mottó dagsins var að framkalla tár brúðhjóna og brúðkaupsgesta og það tókst. Voðalega er þetta annars að verða væmin færsla!! ... en áfram á væmnu nótunum.

Ég fæ alltaf einhverja svakalega tilfinningu þegar brúðhjón labba inní kirkjuna. Eitthvað sem snertir mig alveg agalega þegar brúðarmarsinn er spilaður. Held það yrði agalegt ef ég einhvern tímann gifti mig því ég myndi bara væla .... bbbúúuu ...

En áfram með bryllupið .. Fyrst ég var nú farin suður ákvað ég bara að þjóna líka í veislunni. ÉG get ekki annað en sagt að þetta var einhver skemmtilegasta veisla sem ég hef stigið fæti inní. Ég væri til í að leigja þá Geitaskarðsbræður fjóra til að vera bræður mínir, þeir fóru á kostum!! Það er líka einhver óskýranleg samheldni og gleði í þessari fjölskyldu....

Annars var ferlega skrítið að vinna, kokkurinn og ein sem var að þjóna með mér duttu í það, tvær stungu af, þannig að við enduðum tvær og ég ætlaði að vera löngu farin en samviskukarlinn inní mér gat ekki skilið vesalings konuna eina eftir með allt heila klabbið.

Annars engir skandalar. Tók fáar vitlausar beygjur, villtist aldrei (já ég sagði aldrei), gleymdi bara einum hlut á Blönduósi (þverflautunni) og einum í Reykjavík (tölvunni minni). Jú aðeins eitt minna gáfulegt - baslaði heillengi við að ná linsunum úr augunum á laugadagsnóttina og hélt að þær sætu svona hrikalega fastar :) Mundi svo eftir smá pirring og nokkur andvörp að ég var löngu búin að taka þær úr augunum...

4 Comments:

  • Þú ert nú meiri snillinn Hugrún mín, Það var eins gott að þú plokkaðir ekki úr þér augun í leit að linsunum! En þetta með brúðkauðið ég er alveg sammála þér með þennar brúðarvals, þó að ég sjái þetta í sjónvarpinu fæ ég kökk! hehehe

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:16 f.h.  

  • Hefur gerst nokkrum sinnum fyrir mig með linsudótið... *hné hné*

    hugrún þínar færslur eru bestar :) hihi... vertu nú duglegri

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:22 e.h.  

  • Heyrðu ... ég var ekki langt frá því að ná úr mér augunum, svei mér þá :) ... og gott að ég er ekki eini sauðurinn!!

    En já Thelma, ég ætla allavega að láta strákana hafa fyrir því að taka mig í bakaríið hvað varðar færslurnar. Reyni að vera duglega að skrifa.

    By Blogger Hugrún Sif, at 2:12 e.h.  

  • já það er nú rétt við erum svipað mikið utanvið okkur... ég segi nú ekki annað!!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:06 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home