Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

föstudagur, maí 13, 2005

FÖSTUDAGURINN ÞRÉTTÁNDI



Í desember s.l. byrjaði ég að vinna mitt uppáhalds lag "Halleluja" í stúdíoinu hans Hauks. Ákvað að spila sjálf inn öll hljóðfæri og raddir. Við tókum bara eina töku af hverri rás þannig að lagið er ennþá óklárað. Það eru ennþá nokkrar nótur og tónar sem eru ekki alveg að gera sig. ALLAVEGA - ég sendi Mads lagið og hann skellti því inná heimasíðuna þannig að það má hlusta á það hér.

ELDSKÍRN með meiru í morgun!! Fyrsta samræmda prófið mitt sem kennari og það á föstudeginum þrettánda. Þótt ég reyni alltaf að sneiða framhjá öllum hjátrúarhugsunum þá var þetta nú ekki óskadagurinn. Það sem ég þurfti að bíta fast í tunguna á mér - langaði helst að segja þeim réttu svörin og benda þeim á klaufavillurnar. Hver hefði grætt á því??

Annars - góða helgi. Þéttskipuð dagskrá í herbúðum Hugrúnar. Eitthvað lúin þessa dagana sem er alveg ávísun á að fljótlega kem ég með hrakfallasögur á færibandi :)

11 Comments:

  • Váá .. Hugrún .. Þetta er ógeðslega flott hjá þér ! :O ég er allveg að tárast hér þetta er svoo flott .. ! ég held ég hafi bara aldrei verið stolt af kennaranum mínum þar til núna ! :"| hehe ..
    En flott síða :P Bææ veit ekkert hvað ég á að segja :p

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:31 e.h.  

  • Það toppar náttúrlega enginn Cohen, en þú ert númer tvö hjá mér!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:42 e.h.  

  • TIL HAMINGJU! Þetta lag er geðveikt flott hjá þér;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:08 e.h.  

  • Þetta er meiri háttar hjá þér, kæri undirleikari ;-) when I get older losing my bíbbbbbbb............. heldurðu að þú myndir taka það upp líka ;-) það eru sko góðir músíkkantar sem hafa sungið það ha, ég og Paul,,,,,, he he annars takk fyrir kvöldið.
    kv. lási lögga

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:37 f.h.  

  • Því er haldið fram að flytjendur láti ekki nóg af sínu í lög annarra. Hér hrekur þú það á burt. Þessi flutningur er fullur af þér. Þetta er einfaldlega flott. Takk fyrir að miðla því með öðrum.

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:52 e.h.  

  • Fallegur flutningur. Alveg undurfallagt. Fáum við ekki að heyra meira? Skúli Páls

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:49 e.h.  

  • Geggggggjað Hugrún Sif Hallgríms!! Þú ert snillingur ;) Ekkert smá flott verð ég að segja... þú munt spila í mínu brúðkaupi fröken efnilega... ;) hihi... hvenær sem það nú verður!!!

    Hlakka mikið til að lesa hrakfallasögur af þér :)

    knús kveðjóz

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:23 e.h.  

  • Þetta er ekkert smá flott hjá þér!! Maður fær bara gæsahúð :) kv. Marsibil

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:30 e.h.  

  • Rosalega flott hjá þér Hugrún...haltu þessu áfram og leyfðu okkur að heyra meira frá þér!

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:52 e.h.  

  • Þakka ykkur öllum þúsund sinnum :) !!!!

    By Blogger Hugrún Sif, at 9:22 f.h.  

  • Jæja stelpa..
    Nú er kominn tími til að þú farir að hafa meiri trú á þér því þarna sýnir þú og sannar eina ferðina enn hvers megnug þú ert í tónlistinni.

    Ég hef lengi fylgst með þér og í þér leynast miklir hæfileikar sem þú virðist samt ekki trúa á sjálf.

    Ég skora á þig að halda áfram og leyfa lesendum að njóta og dæma.

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:37 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home